Gönguferð í Stuðlagil
21. June, 2020
Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.
Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt. Hún kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, snarminnkaði. Þessi perla er sá hluti Jökulsárgljúfurs sem nefnist Stuðlagil. Nafnið er dregið af því að þar er að finna eina stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi.
Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.