Stím : Útgáfuhóf á sjómannadaginn

Menningarstofa Fjarðabyggðar

12. June, 2022

Í tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar Stím eftir Jón Knút Ásmundsson
blása Menningarstofa Fjarðabyggðar og Gjallarhorn til útgáfuhófs
sunndaginn 12. júní (á sjómannadaginn) frá klukkan 17 til 18 í Þórsmörk, Þiljuvöllum 11, Neskaupstað.
Bókin kom út í apríl. Hún er fyrsta ljóðabók höfundar en áður hefur komið út smásagnasafnið Nesk (2007).
Í útgáfuhófinu verður boðið upp á léttar veitingar, höfundur mun lesa nokkur ljóð og
bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði.
Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!