Starfamessa Austurlands 2024

19. September, 2024

Fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi býðst sér að kostnaðarlausu að setja upp sýningarbás þar sem starfsmenn geta kynnt fyrir nemendum þau störf sem unnin eru. Þetta er EKKI hugsað sem fyrirtækjakynning heldur kynning á þeim störfum sem unnin eru, í hverju þau eru fólgin, hvaða menntunar og færni þau krefjast. Þannig munum við gefa nemendum gott tækifæri til að kynnast spennandi störfum, sem þau vissu e.t.v. ekki að væru unnin á Austurlandi, og mögulega leggja grunninn að menntun sinni í framtíðinni.

Við hvetjum atvinnurekendur að taka þátt í Starfamessunni á Austurlandi 2024, leggja sitt af mörkum að kynna fyrir ungu fólki framtíðarstörf- og tækifæri á Austurlandi.

TAKTU ÞÁTT!

Skráning er hafin og hún er einföld: Sendu tölvupóst á [email protected] og láttu fylgja með nafn fyrirtækis og símanúmer/netfang tengiliðar. Við munum svo hafa samband fljótlega!