Spjallfundur um smáforritalausnir (öpp)

26. February, 2024

Ertu með spennandi hugmynd, brjálaðan draum eða mikilvægt verkefni sem þig langar að verði að veruleika?
Fulltrúar Stokks Software verða á Berjaya Hótel Héraði 26. febrúar kl. 16:30 og bjóða þér í spjall.
Stokkur býr yfir 16 ára reynslu og hefur smíðað yfir 60 smáforrit (öpp). Mörg af þeim eru þekkt og vinsæl, t.d. Aur, Domino’s, Strætó, Lottó og Alfreð. Stokkur leggur áherslu á aðgengi og einfaldleika svo upplifun notenda verði sem allra best.
Er komið að því að láta þína hugmynd verða að veruleika? Komdu í spjall!
Austurbrú og Stokkur