Sóli Hólm með uppistand

Valhöll Eskifirði

15. July, 2022

Loksins eftirhermur
Sóli Hólm leggur leið sýna á Eskifjörð á Bæjarhátíðina Útsæðið með sýninguna Loksins eftirhermur sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vetur.
Í sýningunni sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um leið í líki þjóðþekktra íslendinga eins og honum einum er lagið.
Verður hann í félagsheimilinu Valhöll föstudagskvöldið 15. júlí klukkan 20:30.