Sóley Þrastardóttir – Tónleikar í a-moll
8. July, 2020
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2020 hefst með Tónleikum í a-moll þar sem Sóley Þrastardóttir flytur 3 verk í a-moll. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Sóley er flautuleikari og skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Á þessum tónleikum má heyra þrjú verk sem eiga það sameiginlegt að vera samin fyrir einleiksþverflautu og að vera í a-moll. Hvert verk er fulltrúi eins þriggja tímabila í tónlistarsögunni; barokks, klassíkur og rómantíkur. Partítan eftir Johann Sebastian Bach er eitt þekktasta flautuverk allra tíma og birtir okkur stílfærða danskafla frá Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Sónatan eftir son hans, Carl Philipp, fer með okkur í ferðalag um tilfinningaskalann innra með okkur. Sólóið eftir Kuhlau er síðan dæmigert virtúósaverk úr snemmrómantíkinni, að sjálfsögðu með hæfilegri dramatík!