SKÍÐAGANGA Í SELSKÓGI

28. February, 2020 - 1. March, 2020

Skíðafélagið í Stafdal stendur fyrir skíðagöngunámskeiði sem verður haldið á Egilsstöðum 28.feb til 1. mars. Staðsetning er áætluð í Selskógi en snjóalög gætu breytt þeirri staðsetningu.

Þjálfarar verða þrautreyndir skíðagönguþjálfarar frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.

Kennd verður ein æfing á föstudegi, tvær á laugardegi og ein á sunnudegi.

Kostnaður við námskeiðið er 10.000 kr fyrir þá sem skrá sig fyrir 31. jan en hækkar svo í 12.000 kr. Skráningarfrestur er til 18. feb. Skráning fer fram á [email protected]

Aldurstakmark á námskeiðið er 10 ár.

Í upphafi námskeiðs verður skipt í hópa eftir getu.

Þátttakendur á námskeiði geta leigt skíðaútbúnað fyrir 1000kr á dag (takmarkað upplag).

Á milli æfinga á laugardegi verða þjálfarar á staðnum með skíði svo grunnskólabörn geta prófað og fengið leiðsögn.

Hvetjum alla Austfirðinga til að nýta sér þetta tækifæri til að koma sér af stað í þessu frábæra sporti!

Nánari upplýsingar má finna hér