Sirkussýningin Allra veðra von – Náttúrusýning í Loðmundarfirði
1. August, 2021
Sirkussýningin Allra veðra von – Náttúrusýning í Loðmundarfirði
Sunnudaginn 1. ágúst kl. 16:00-16:45
Staðsetning: við skála Ferðafélagsins
Verð: Ókeipis, en nauðsynlegt að skrá sig á tix.is
Allra veðra von – nýsirkussýning fyrir fólk á öllum aldri, utandyra um allt land í sumar!
Hringleikur sýnir ALLRA VEÐRA VON við skála Ferðafélagsins í Loðmundarfirði 1. ágúst kl. 16:00, í boði Sóknaráætlunar Austurlands.
Aðgangur er ókeypis á náttúrusýningar Allra veðra von
Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.
Sýningin fer fram utandyra, umlukin melgresishólunum sem einkenna þessa einstöku náttúruperlu. Sýningin er bæði menningar- og útivistarupplifun, og mikilvægt er að áhorfendur mæti klædd eftir veðri.
Sýningin er í boði Sóknaráætlunar Austurlands og er áhorfendum að kostnaðarlausu, en bóka þarf miða á tix.is til að tryggja sér pláss. Við hvetjum alla til að bóka fyrirfram, enda gerir það okkur kleyft að upplýsa miðahafa ef aðstæður krefjast þess.
Skráning og nánari upplýsingar:
https://tix.is/is/event/11407/allra-ve-ra-von/
Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfanda á öllum aldri, auk þess að hljóta Grímuverðlaunin 2021 fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins!
Tveggja daga námskeið fyrir börn á Austurlandi, nánari upplýsingar hér:
https://www.facebook.com/events/528777411869054
og
https://www.facebook.com/events/3003252486576803
Sýningin er styrkt af Sóknaráætlun Austurlands og unnin í samstarfi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, MMF og Múlaþing.