Saxófónar í Seyðisfjarðarkirkju

7. July, 2021

Vigdís Klara Aradóttir og Guido Baeumer leika saxófóndúetta úr ýmsum áttum í Seyðisfjarðarkirkju þann 7. júlí.

Vigdís Klara og Guido hafa leikið saman á saxófóna í áraraðir, m.a. með Íslenska saxófónkvartettinum og saxófónkvartettinum „mit links“ sem starfaði í Sviss. Vigdís Klara og Guido eru klassískt menntaðir saxófónleikarar sem lærðu tónlist á Íslandi, í Þýskalandi, Sviss og í Bandaríkjunum. Þau hafa leikið saman dúetta á hinar ýmsu stærðir saxófóna. Á tónleikunum verða fluttir tveir flautudúettar eftir barrokk-tónskáldið George Telemann. Þá verða einnig leikin þrjú verk sem upphaflega voru samin fyrir saxófóna, eitt þýskt verk (Hindemith), eitt franskt verk (Fournier) og eitt verk frá Bretlandi (Bennett).

Tónleikarnir hefjast kl 20.30 og er aðgangseyrir er 3000.kr (2000 fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja). Við bendum á spennandi tilboð sem finna má í Austurlands appinu – 20% afsláttur fyrir notendur appsins