Saga til næsta bæjar

16. April, 2024

Sögur í markaðssetningu (Storytelling).
16. apríl frá 10 – 12, Vonarlandi, Egilsstöðum.
Langar þig að læra að nota sögur til að auka sölu og styrkja tengsl við gesti en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Á þessari vinnustofu lærum við að finna sögurnar sem leynast nú þegar alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til gesta. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
Af hverju skipta sögur máli í ferðaþjónustu?
1. Ferðaþjónusta er upplifunarvara þar sem upplifunin hefst um leið og hugmynd um ferðalagið kviknar.
2. Sögur vekja upp tilfinningar hjá gestum og hjálpa þeim að tengjast vörumerkinu og áfangastaðnum.
3. Sögur búa í höfði og hjörtum gesta löngu eftir að þeir eru farnir aftur heim.
4. Sögur auka traust og trúverðugleika og hjálpa viðskiptavinum að taka ákvörðun um að eiga við þig viðskipti.
Stjórnandi vinnustofunnar er Auður Ösp Ólafsdóttir sem átti og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík í áratug og byggði það upp með persónulegum sögum af landi og þjóð. Á þessari vinnustofu miðlar hún af reynslunni við að finna og skrifa sögur fyrir ferðamenn og hjálpar þér að skrifa næsta kafla í árangurssögu þíns fyrirtækis.
Athugið að vinnustofan er eingöngu fyrir samstarfsaðila Austurbrúar. Ef þú vilt gerast samstarfsaðili smellir þú hér:
Verð: 2.500 kr.-
Skráning hér
Skráning samstarfsaðila: https://www.east.is/is/umsokn