Saga Garðars & Snorri Helgason á Eskifirði

Valhöll Eskifirði

1. October, 2022

Laugardaginn 1. Okóber hertaka hjónin Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir grínkona félagsheimili Eskfirðinga Valhöll og bjóða upp á mikið fjör.

Kl. 15:00 barnaball með Sögu Garðars og Snorra Helgasyni sem þau bjóða upp á lög dans og leiki úr öllum áttum.

Ballið er í boði Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og er hluti af BRAS. Enginn aðgangseyrir er á ballið og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Kl. 21:00 Geggjað gill fyrir þá sem eldri eru.

Snorri opnar kvöldið og spilar sína þjóðlagaskotnu poppmúsík og svo tekur Saga við og flytur uppistand itt. Forsala miða er á Tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð 4.900kr.