Ritlistasmiðja með Vigdísi Hafliðadóttur

20. March, 2025

Fimmtudaginn 20. mars verður ritlistasmiðja fyrir 16-25 ára í Vegahúsinu á Egilsstöðum. Smiðjan er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og er því að kostnaðarlausu.
Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk. Leiðbeinandi verður uppistandarinn, handrits- og textahöfundurinn og söngkonan Vigdís Hafliðadóttir.
Vigdís Hafliðadóttir er menntuð í heimspeki en hefur komið víða við í lista- og grínheiminum. Hún vann keppnina Fyndnasti Háskólaneminn árið 2020 og hefur síðan þá komið fram með uppistandshópnum VHS sem hefur staðið fyrir sýningum í Tjarnarbíó tvö leikár í röð. Hún er meðlimur í spunahópnum Improv Ísland, fréttakona hjá satíru-miðli Hatara Iceland Music News sem vakið hefur gríðarlega alþjóðlega athygli og er söngkonan í hljómsveitinni FLOTT þar sem hún semur einnig textana sem þykja hnyttnir og skemmtilegir. Hún hefur einnig komið að dagskrárgerð í útvarpi, handritsskrifum, auglýsingagerð og leiklist.
Smiðjan hefst klukkan 17 og boðið verður upp á veitingar í hléi.
Notið qr-kóðann á myndinni til að skrá ykkur.
Verkefnið er samvinnuverkefni Bókasafns Héraðsbúa og Vegahússins ungmennahúss og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands