RITLISTARNÁMSKEIÐ UM HETJUFERÐINA (THE HERO´S JOURNEY)

Egilsstaðaskóli

13. April, 2023 - 16. April, 2023

Í Egilsstaðaskóla helgina 13. – 16. apríl (16 klst.)

Leiðbeinandi Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari 

Kynningarmyndband um námskeiðið 

Hetjuferðarnámskeiðin sækja skúffuskáld jafnt sem útgefnir höfundar en einnig þau sem vilja nota aðferðina til að grúska í sjálfum sér og samferðafólki sínu.
Sum skálda upp söguþráð og persónur á meðan önnur rýna í hetjuferðir eigin lífs.
Ólík nálgunin dýpkar upplifun allra.

Fyrirkomulag og skráning 

Hvað er Hetjuferðin? 

Ævafornt minni Hetjuferðarinnar hefur fylgt mannkyni frá því að við fórum að segja sögur og átta okkur á umbreytingamætti sagnalistarinnar.
Hetjuferðin er þekkt bókmenntahugtak sem í sí auknum mæli er líka notað til sjálfsskoðunar:

Hetjan í sínu þekkta umhverfi heyrir kall til breytinga en til að hlýða kallinu þarf hún að yfirstíga innri og ytri hindranir.
Hún stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins þar sem ögrandi þrautir og þroskaverkefni bíða, hlýtur þar eldskírn og öðlast gjöf í ferli friðþægingar og sátta.

Umbreytt snýr hetjan aftur til síns þekkta umhverfis með gjöfina sem gagnast samfélagi hennar öllu.

Spjall um Hetjuferðina í þættinum Segðu mér
Hlaðvarpsviðtal um Hetjuferðina

Öll þekkjum við ferðalag hetjunnar úr goðsögum og ævintýrum sem og úr bókum og bíómyndum samtímans en ekki síst af eigin reynslu.

Á námskeiðinu fléttar Björg Árnadóttir hugmyndum og aðferðum Joseph Campbell, Chris Vogler og Paul Rebillot saman við eigin þekkingu og fjörutíu ára kennslureynslu.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir (Hetjuferðin haustið 2022):

,,Ævintýraþráin espaðist upp í okkur, eitthvað óvænt var alltaf um það bil að fara að gerast.
Hvert úr sinni áttinni hófum við þetta ferðalag, stigum út úr hversdeginum og inn í óvissuna.
Við fengum nýjar áskoranir í hæfilegum skömmtum og þannig lækkaði efasemdabrekkan smátt og smátt.
Taumhaldið var fumlaust og fræðandi.
Þessi ferð var engri lík, vísbendingarnar eftirminnilegar, en gullið tókum við með okkur heim.”

Frekari upplýsingar: [email protected] / s. 899 6917