Rithöfundalest(ur) 2023 – Neskaupstað

Safnahúsið

18. November, 2023

Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 16. – 19 nóvember í ár. Í ár verða það Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem kynnir sína nýjustu skáldsögu Duft, Nanna Rögnvaldsdóttir með sína fyrstu skáldsögu Valskan, Arndís Þórarinsdóttir sem nýverið hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís. Fulltrúar Austurlands í lestinni eru svo Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson sem kynna bók sína um Páll Leifsson – Palla í Hlíð.

Á hverjum stað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast aðrir höfundar í hópinn á hverjum stað.

 

Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar 2023:

  • Fimmtudaginn 16 nóv. á Vopnafirði á Uss Kaupvangi kl. 20:30
  • Föstudaginn 17. nóv. í Löngubúð, Djúpavogi kl. 20
  • Laugardaginn 18. nóv. í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 14:00 og Skaftfelli, Seyðisfirði kl. 20:00
  • Sunnudaginn 19.nóv. á Skriðuklaustri kl:13:30 – viðburðinn verðu líka í streymi, og kl. 20:00 í KHB Ölstofu, Borgarfirði Eystri.

Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.

Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Forlagsins, bókaforlagi Benedikts, Blábjarga Resort, Bílaleigu Akureyrar og Gistihússins á Egilsstöðum.

Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.