Rithöfundalest(ur) 2023 – Djúpivogur

Langabúð

17. November, 2023

Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem kynnir sína nýjustu skáldsögu Duft, Nanna Rögnvaldsdóttir með sína fyrstu skáldsögu Valskan, Arndís Þórarinsdóttir sem nýverið hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís. Fulltrúar Austurlands í lestinni eru svo Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson sem kynna bók sína um Páll Leifsson – Palla í Hlíð.

Á hverjum stað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast aðrir höfundar í hópinn á hverjum stað.

Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar 2023:

  • Fimmtudaginn 16 nóv. á Vopnafirði á Uss Kaupvangi kl. 20:30
  • Föstudaginn 17. nóv. í Löngubúð, Djúpavogi kl. 20
  • Laugardaginn 18. nóv. í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 14:00 og Skaftfelli, Seyðisfirði kl. 20:00
  • Sunnudaginn 19.nóv. á Skriðuklaustri kl:13:30 – viðburðinn verðu líka í streymi, og kl. 20:00 í KHB Ölstofu, Borgarfirði Eystri.

Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.

Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Forlagsins, bókaforlagi Benedikts, Blábjarga Resort, Bílaleigu Akureyrar og Gistihússins á Egilsstöðum.

Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.