Rithöfundalestin á Skriðuklaustri
14. November, 2021
Rithöfundalestin á Skriðuklaustri
Sunnudaginn 14. Nóvember kl. 14:00
Skriðuklaustri, Fljótsdal
Rithöfundalestin verður á sinni árvissu yfirreið á Austurlandi dagnana 11-14. nóvember. Stoppað verður á Skriðuklausturi sunnudaginn 14. nóvember klukkan 14
Í ár verða það rithöfundarnir Hallgrímur Helgason (ef covid leyfir), Hildur Knútsdóttir og Sölvi Björn Sigurðusson ásamt heimafólkinu Árna Friðrikssyni og Hrönn Reynisdóttur sem munu sækja okkur heim. Og á Skriðuklausturi mun bætast í hópinn úrval fleiri austfiskra rithöfunda og skálda.
Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn.
Streymi verður frá upplestrinum á youtube rás Skriðuklausturs fyrir áhugasama sem ekki eiga heimangengt.
Klausturkaffi verður opið í tengslum við upplesturinn.
Rithöfundalestin er skipulögð af Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfelli, Menningarstofu Fjarðabyggðar og menningarsviði Múlaþing. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Síldarvinnslunni, Fiskeldi Austfjarða, Atlantsolíu, UMF Agli rauða, Bílaleigu Akureyrar, Gistihúsinu Egilsstöðum, Hildibrand Hótel og forlögunum.