Prins Póló Við Voginn

Við Voginn

20. May, 2022

Prinsinn er loksins kominn á sínar heimaslóðir og er ólmur í að hitta gamla og nýja félaga. Eina leiðin til þess er að smala á tónleika þar sem við getum átt saman örlitla gleðistund.

Hinn hrynfasti Ólafur Björnsson verður Prinsinum til halds og traust svo þetta fari ekki allt úr böndunum.

Staðsetning er Við Voginn föstudagskvöldið 20. maí nk og aðgangseyrir er litlar 2500 krónur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Hlökkum til að sjá ykkur!