Óskarsvaka á Skriðuklaustri

30. October, 2021

Óskarsvaka á Skriðuklaustri
Laugardaginn 30. október kl. 14:30
Skriðuklaustur, Fljótsdal

Blönduð dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Óskars Halldórssonar, kennara og fræðimanns frá Kóreksstaðagerði, sem m.a. stóð fyrir nýrri útgáfu á þjóðsögum
Sigfúsar Sigfússonar upp úr 1980.

Dagskrá:
Kynning á Sigfúsarstofu – Stefán Bogi Sveinsson.
Úr Útmannasveit til íslenskra fræða. Yfirlit um ævi og störf Óskars – Skúli Björn Gunnarsson
Í bragartúni. Kynning á nýrri bók með greinum Óskars um íslenskar bókmenntir. – Svanhildur Óskarsdóttir.
Lesið úr bréfum fjölskyldunnar í Kóreksstaðagerði um lífið í Hjaltastaðaþinghá – Börn Óskars.

Sagnakonurnar
Arndís Þorvaldsdóttir og Berglind Ósk Agnarsdóttir krydda samkomuna með austfirskum sögum úr fórum Sigfúsar.

Dagskráin tekur um 70 mínútur. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Hægt að kaupa kaffiveitingar á eftir hjá Klausturkaffi.

 

Sigfúsarstofa – Gunnarsstofnun – Afkomendur Óskars Halldórssonar