Óskalagatónleikar

2. August, 2020

Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson syngja og spila óskalög tónleikagesta í Valaskjálf. Þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi á Akureyri í mörg ár við frábærar undirtektir bæjarbúa og gesta.
Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum.

Nánari upplýsingar hér.