Opin vinnustofa – íslenskar ilmkjarnaolíur með Hraundísi

Hallormsstaðaskóli

21. February, 2023 - 23. February, 2023

taðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: þriðjudag til fimmtudag 21.-23. febrúar 2023
Tímasetning: kl. 09:00 – 16:00
Vinnustofugjald: 26.500 kr
Sérfræðingur: Hraundís Guðmundsdóttir ilmkjarnaolíufræðingur og skógfræðingur
Innifalið í vinnustofugjaldi
Fræðsluefni frá Hraundísi, hádegisverður, kaffi og te á vinnustofutíma.
Hraundís leiðir þátttakendur um heim ilmkjarnaolíufræða þar sem farið verður í hvernig ilmkjarnaolíur eru búnar til og notkun þeirra. Íslenskt hráefni er nýtt í ilmkjarnaolíurnar og sótt hráefni undir handleiðslu Hraundísar til eimingar. Kafað í efnafræði olíanna, notkun þeirra, blöndun ilmolía í burðarolíur og hvað ber að varast við notkun þeirra.
Hraundís stofnaði fyrirtækið Hraundis.is 2015 og hóf þá framleiðslu á ilmkjarnaolíum aðallega úr skógarafurðum. Síðan þá hefur hún verið að þróa og selja ýmsar heilsuvörur úr íslensku ilmkjarnaolíunum og er verkjaolían hennar vinsælasta varan.
Kennsla fer fram bæði á íslensku og ensku.
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf – allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans undir heimavist.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]
Kannaðu þinn rétt á menntunar-, ferða- eða tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.