Opið hús í Fjárhúsunum – skapandi rými

16. August, 2025

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í opið hús í Fjárhúsinu, Kauptún 1-3 í Fellabæ – hlýju og skapandi rými þar sem handverk, samvera og gleði verða í forgrunni.
🌿 Kynntu þér handverksnámskeið sem verða í boði fram að áramótum
🧵 Skoðaðu saumaklúbbshornið – komdu jafnvel með þína eigin handavinnu
☕ Kaffi, te og léttar veitingar á boðstólum
Hvort sem þú hefur áhuga á föndri, prjóni, textíl, list eða einfaldlega samveru – þá er Fjárhúsin staðurinn fyrir þig.
👉 Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Taktu með vin eða vinkonu – og kíktu í hlýlegt skapandi hús
Secret Link