„Náttúrulögmál“ !!!

26. July, 2024 - 28. July, 2024

hæhæ við í Skapandi sumarstörfum 2024 viljum bjóða ykkur á lokasýningu okkar sem heitir „Náttúrulögmál“ !!!
Opnun sýningarinnar er föstudaginn 26. júlí og mun standa til 28. júlí. Sýningin er haldin í Bragganum við Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði og er öllum opin endurgjaldslaust.
Í ár erum við sex í hópnum og erum öll að gera mismunandi en flott og áhugaverð listaverk. Hér fyrir neðan er smá um hvað þú mátt búist við frá hverjum listamanni:
Daníela Yolanda Melara Lara sýnir -Kintsugi fyrir sálina- verkin snúast um það að finna fegurð í ófullkomleika og endurspegla forn japönsk viðgerðartækni sem kallast kintsugi. Málverkin eru að stórum hluta unnin með olíumálningu, akrýl og gullþræði.
Elísabet Mörk Ívarsdóttir sýnir ljóð og listaverk.
Helena Lind Ólafsdóttir sigrast á skordýrafælni með akrýl málverkum og handunnum prentum.
Hrefna Ágústa Marinósdóttir sýnir mikilvægi geðheilbrigðis með uppsetningu.
Kormákur Valdimarsson sýnir tónverk byggð á Íslendinga sögunum og Eddukvæðum sem hann hefur samið auk þess að spila á opnuninni.
María Rós Steindórsdóttir sýnir vatnslitamálverk af nokkrum gæludýrum íbúa Fjarðabyggðar. Myndirnar sýna brot úr lífi þeirra og uppátækjum á skemmtilegan hátt.
Opnunartímar:
fös. 26. júlí kl. 16:00 – 19:00
lau. 27. júlí kl. 13:00 – 15:00
sun. 28. júlí kl. 13:00 – 15:00
Við hlökkum til að sjá ykkur!
—————————————————————————————–
Hello, we at Creative Summer Jobs in Fjardabyggd 2024 would like to invite you to our final exhibition called „Law of Nature“!!!
The opening of the exhibition is on Friday, July 26 and will last until July 28. The exhibition is held in Braggan at the Icelandic War Museum in Reyðarfjörður, and is open to everyone free of charge.
This year there are six of us in the group and we are all doing different, but cool and interesting works of art. Below is a little summery about what you can expect from each artist:
Daniela Yolanda Melara Lara shows -Kintsugi for the soul- the works are about finding beauty in imperfection and reflect an ancient Japanese repair technique called kintsugi. The paintings are mostly made with oil paint, acrylic and gold thread.
Elísabet Mörk Ívarsdóttir presents poetry and artwork.
Helena Lind Ólafsdóttir overcomes her fear of insects with acrylic paintings and handmade prints.
Hrefna Ágústa Marinósdóttir shows the importance of mental health with an installation.
Kormákur Valdimarsson presents a composition based on the Íslendinga sagas and Eddukvæð that he has composed as well as playing at the opening.
María Rós Steindórsdóttir shows a watercolor painting of some of the pets of the residents of Fjarðabyggð. The pictures show fragments of their lives and antics in a fun kind of way.
Opening hours:
Fri. July 26 at 16:00 – 19:00
Sat. July 27 at 13:00 – 15:00
Sun. July 28 at 13:00 – 15:00
We look forward to seeing you!