Næturferð – Nóttin er ung

Tanni Travel

1. July, 2022 - 4. July, 2022

Við göngum á nóttunni og sofum á daginn

Nótt 1 – STÓRURÐ
Ferðin hefst á Gistihúsinu Lake Hótel á Egilsstöðum.  Hægt er að tékka inn á hótelið eftir kl. 16:00 gera allt klárt fyrir gönguna og jafnvel fá sér kvöldverð þar áður en haldið er af stað.
Klukkan 19:00 er hópnum ekið að upphafi gönguleiðar í Stórurð.  Stórurð er ein mikilfenglegasta náttúrusmíð á Íslandi og kúrir í faðmi Dyrfjalla. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun.

Að morgni laugardags, við lok göngu, er hópurinn sóttur og ekið í gistingu á Egilsstöðum.  Gist á Lake hótel í herbergjum með baði.

​Dagur 1
Þegar fólk hefur sofið mestu ferðaþreytuna úr sér er dagurinn frjáls og tilvalið að heimsækja Baðhúsið Spa sem er á hótelinu og fá sér létta göngu um bæinn. Lake hotel er með einn besta veitingastað á Austurlandi og því tilvalið að njóta hans og þess sem boðið er uppá þar.

Hækkun: 450 m. 
Fjöldi km:
14 
Erfiðleikastig ferðar: 3/5 

Nótt 2 – BLÁGIL
Ekið frá Egilsstöðum kl. 19:00 í Breiðdal, þar sem við ætlum að ganga í Blágil, eina best földu perlu Austurlands í fornri megineldstöð, Breiðdalseldstöð. Sú eldstöð er prýdd stórum ríólít innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum. Í Blágili er stórkostleg litadýrð á ljósgrænu berginu.

Dagur 2
Við sofum ferðaþreytuna úr okkur á Lake hotel og fáum að tékka okkur út kl. 12:00. Þá er tilvalið að njóta þess að slaka á í Vök baths, áður en við höldum á hátindinn, Snæfell.

Hækkun: 400 m. 
Fjöldi km:
 9 
Erfiðleikastig ferðar:
 2/5 

Nótt 3 – SNÆFELL
Við leggjum af stað frá Egilsstöðum kl. 19:00 og ökum inn Vellina og Fljótsdalinn um Fljótsdalsheiði fram hjá Snæfellsskála að upphafi gönguleiðar á ​konung íslenskra fjalla, hæsta fjall utan jökla á Íslandi, 1.833 m.y.s., Snæfell.

Aðal gönguleiðin hefst skammt innan við Snæfellsskála og er leiðin stikuð upp undir jökulhettuna. Leiðin hentar flestu fjallgöngufólki og skiptast á brattir og þægilegri kaflar. Útsýnið af toppi Snæfells er erfitt að toppa.

Dagur 3
Á leiðinni til baka er komið við í Laugarfelli, þar sem við fáum morgunverð og dýfum okkur í dásamlegar náttúrulaugar með útsýni á fjallið sem við vorum að toppa.

Við gerum ráð fyrir að enda þessa frábæru næturferð á Egilsstöðum um kl. 11:00 að morgni dags.

​Hækkun: 1.030 m. 
Fjöldi km:
 14 
Erfiðleikastig ferðar:
 3/5 

Frekari upplýsingar eru hjá Tanna Travel Nóttin er ung II – TANNI TRAVEL