Báran létt, miðin djúp – Myndlistarsýning í Glettu

Borgarfjörður eystri

20. August, 2022

Líkt of yfirborð hafsins gefur í fyrstu sýn óljósa mynd um það dýpi sem leynist undir eru yfirborð listaverka oft á tíðum gædd sömu eiginleikum.
Verkin á sýningunni eru táknmyndir um innri heima sem leika á mörkum hins fígúratífa og hins óhlutstæða.

Báran létt, miðin djúp er samsýning Magnúsar Orra Magnússonar, Baldurs Helgasonar, Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Indriða Arnars Ingólfssonar og Patty Spyrakos.

Sýningarstjóri er Andri Björgvinsson

Opnun er kl 14:00, laugardaginn 20. ágúst