Minningarstund í Norðfjarðarkirkju
20. December, 2024
Föstudaginn 20. desember næstkomandi klukkan 17:00 verður haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkja í tilefni af því að 50 ár er frá því að snjóflóðin féllu í Neskaupstað 20. desember 1974. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiða stundina. Kór Norðfjarðarkirkju syngur í athöfninni ásamt tónlistarfólki frá Neskaupstað.
Eftir minningarstundina verður haldin ljósastund við minningarreitinn vegna snjóflóðanna klukkan 18:00. Þaðan verður svo farin ljósaganga um snjóflóðavarnagarðanna og endað í Safnahúsinu þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og kleinur.
Við hvetjum íbúa til að tendra friðarkerti við heimili sín á föstudaginn til minningar þeirra sem fórust í snjóflóðunum.