Minjaskráning með síma

29. June, 2024

Gunnarsstofnun býður áhugasömum að mæta á örnámskeið á Skriðuklaustri í notkun snjallsíma við að skrá menningarminjar. Kennt verður á nýtt smáforrit sem verið er að þróa og kallast Muninn. Einnig verður farið yfir undirstöðuatriði við hvernig best er að taka myndir af minjum og fá hnitsetningu þeirra. Þeir sem eiga dróna geta líka fengið góð ráð um notkun þeirra við minjaskráningu.
Öll velkomin og ekkert gjald! Námskeiðið er hluti af búsetuminjaverkefni sem nýtur stuðnings Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Fljótsdalshrepps. Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl. 12.
Skúli Björn veitir nánari upplýsingar í síma 860-2985.