MasterClass í súkkulaðigerð með Omnom – “ baun í bita „

Tilraunaeldhúsið Hallormsstaðaskóla

5. March, 2022 - 6. February, 2022

Haldið í Tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla

SKRÁNING HÉR: https://forms.gle/dZSeExfM6JXwT9DS9

Laugardag & Sunnudag 5.-6. mars 2022
kl. 10:00 – 16:00
Námskeiðskgjald 30.000 kr.

Kennari: Kjartan Gíslason kokkur og stofnandi Omnom
__________________________________________

Tveggja daga súkkulaðinámseið undir handleiðsu Kjartans Gíslasonar, stofnanda Omnom.
Á námskeiðnu verður búið til súkkulaði frá grunni eða ,,baun í bita” (e. From bean to bar), með upprunakakóbaunum frá Nicaragua, Tanzanínu og Madagascar
Farið verður í gegnum helstu grunnatriði við súkkulaðigerð og einnig verður skoðuð sagan og menningin á bakvið kakóbaunir í gegnum aldirnar.
Þátttakendur fá að taka með sér sitt eigið súkkulaði að loknu námsskeiðinu og auka glaðning frá Omnom.

Omnom er súkkulaðigerð frá Reykjavík, stofnuð 2013 af þeim Kjartan Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni. Markmið Omnom er að framleiða hágæða súkkulaði úr upprunnakakóbaunum og hafa gaman af því
__________________________________________

Innifalið
Kennsla og fræðsla frá sérfræðingum, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum til súkkulaðigerðar. Afnot af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat). Allt hráefni til verkefnavinnu. Vatn, kaffi og te í boði á námstíma.

Hægt er að kaupa hádegisverð á 1.850 kr.

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og fyrirtækja.

Vinsamlegast hafið samband við skólann ef óskað er eftir gistingu á staðnum.

Nánari upplýsingar um skráningu í síma 778-7081 eða skrifið til [email protected]

Tilraunaeldhúsið er styrkt af
Lóa – Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina og Uppbyggingarsjóði Austurlands