MasterClass í kjötiðn – úrbeining og pylsugerð

Tilraunaeldhúsið Hallormsstaðaskóla

26. February, 2022 - 27. February, 2022

MasterClass í úrbeiningu og pylsugerð.
Haldið í Tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla
Laugardaginn 26. febrúar 2022 kl. 09:00 – 16:00 – Úrbeining 40.500 kr.
(Möguleiki að koma með eigin skrokk 30.500 kr.)
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 kl. 09:00 – 15:00 – Pylsugerð 25.500 kr.
Kennarar: Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson
____________________________________________
MasterClass í úrbeiningu – Kroppur í kistu
Á þessu MasterClass er farið í gegnum helstu aðferðir við sundurhlutun og vinnslu á einum kindaskrokk. Farið er í nýtingu, hreinlæti og pökkun. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa öðlast aukna innsýn í hvernig skal vinna að og nýta skrokk auk þess ganga frá kjöti sem best til geymslu. Innifalið í námskeiðinu er einn skrokkur á hvern þátttakenda sem hann fær að taka með heim að loknu námskeiði, unnin eftir eigin óskum. Einnig er möguleiki að koma með eigin skrokk hvort sem hann er í heilu lagi eða hefðbundinni 7 búta sögun.
Þetta námskeið hentar öllum sem vilja auka þekkingu sína á vinnslu og frágangi afurða, sérstaklega þeim sem hafa áhuga á heimavinnslu afurða.
____________________________________________
MasterClass í pylsugerð
Á námskeiðinu er kennd pylsugerð með einföldum aðferðum. Farið er yfir helstu þætti pylsugerðar, t.d. hráefni, garnir og hreinlæti. Þátttakendur læra meðferð hráefnis og hvernig skal sprauta pylsum og binda. Allir þátttakendur gera tvær pylsur, eina samkvæmt uppskrift leiðbeinenda og aðra þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Allir taka sínar pylsur með heim, að námskeiði loknu.
Þetta námskeið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að geta gert sínar eigin pylsur. Námskeiðið er einkar áhugavert fyrir aðila sem hafa áhuga á heimavinnslu afurða.
____________________________________________
Innifalið
Kennsla og fræðsla frá sérfræðingum, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum til kjötvinnslu. Afnot af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat). Vatn, kaffi og te í boði á námstíma.
Hægt er að kaupa hádegisverð á 1.850 kr.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]