Mansöngvar – Tregaljóð

Menningarstofa Fjarðabyggðar

17. July, 2022

Sunnudagurinn 17.júlí kl. 16:00-16:45

Pjetur St. Arason flytur mansöngva og tregaljóð í Þórsmörk á sinn einstaka hátt.

Ástar og saknaðarkveðjur í útvarpsþáttum eins og Lög unga fólksins, Óskalög sjómanna eða Óskalög sjúklinga eru miðaldra fólki í fersku minni. Á miðöldum riðu einmitt trúbadorar um héruð og sungu svokölluð Brunakvæði. Það voru ástarljóð sem ýmist voru frumsamin eða lög sem gengu frá manni til manns.
Á þessum tónleikum ætlar Pjetur St. Arason að mæta með nokkra af gíturunum sínum og flytja ástar og saknaðarlög sem sum hver eru vel þekkt en önnur síður. Hér mun hljóma blanda af lögum úr ýmsum áttum.

Öll eru velkomin og enginn aðgangseyrir.