Málþing um áhrif vindorkuvera á náttúru, Sláturhúsinu Egilsstöðum
3. April, 2025
Málþing um áhrif vindorkuvera á náttúru
Náttúruverndarsamtök Austurlands og Landvernd bjóða til málþings um áhrif virkjunar vindorku á náttúru. Markmið fundarins er að fræðast um þau áhrif sem þessi aðferð til orkuöflunar kemur til með hafa á íslenska náttúru. Sérfræðingar á mismunandi sviðum munu flytja erindi og setjast í lok fundar í pallborð þar sem tekið verður við spurningum úr sal.
Fundurinn verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og mun formaður umhverfis- og skipulagsráðs Múlaþings einnig veita upplýsingar um það sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að í tengslum við vindorkumöguleika og nýtt aðalskipulag.
Öllum er boðið að koma og fræðast með okkur. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Dagskrá:
19:00 Setning fundar
19:05 Þorvarður Árnason: Vindorkuvæðing Íslands – áhrif á landslag og víðerni
19:20 Vigdís Freyja Helmutsdóttir: Áhrif vindorkuvera á búfénað og gróðurfar
19:35 Jóhann Óli Hilmarsson: Fuglar og vindmyllur, rannsóknir og áhrif
19:50 Stutt kaffihlé
20:00 Andrés Skúlason: Áhrif á umhverfi og samfélag
20:15 Jónína Brynjólfsdóttir: Vindorkunýting á forsendu sveitarstjórna
20:30 Pallborðsumræður
21:00 Fundi slitið
19:00 Setning fundar
19:05 Þorvarður Árnason: Vindorkuvæðing Íslands – áhrif á landslag og víðerni
19:20 Vigdís Freyja Helmutsdóttir: Áhrif vindorkuvera á búfénað og gróðurfar
19:35 Jóhann Óli Hilmarsson: Fuglar og vindmyllur, rannsóknir og áhrif
19:50 Stutt kaffihlé
20:00 Andrés Skúlason: Áhrif á umhverfi og samfélag
20:15 Jónína Brynjólfsdóttir: Vindorkunýting á forsendu sveitarstjórna
20:30 Pallborðsumræður
21:00 Fundi slitið
Fundinum verður streymt en aðeins fólki í sal býðst að bera fram spurningar
Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson. Snæfell.