Langt út / Far Out- Sigmar Þór Matthíasson og hljómsveit
6. April, 2025
Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gaf út sína þriðju sóló plötu síðastliðið haust. Platan, sem nefnist „Uneven Equator“, er einskonar rökrétt en þó sjálfstætt framhald af hans síðustu plötu „Meridian Metaphor“, þar sem söngur og strengjahljóðfæri bætast við og stækka þannig hljóðheiminn – nútíma jazz sen blandast við austræna heimstónlist á frumlegan hátt.
Hljómsveit Sigmars hefur komið fram víða um land undanfarin 4 ár og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2022 sem Flytjandi ársins (hópar) í flokki Jazz & Blús tónlistar. Auk þess hlaut verkefnið nýverið tvennar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025. Á tónleikunum í Sláturhúsinu mun hljómsveitin flytja efni af báðum áðurnefndum plötum. Að auki er ekki útilokað að glænýtt efni gæti fengið að hljóma.
Nánari upplýsingar:
www.sigmarmatthiasson.bandcamp.com
www.facebook.com/sigmarmatthiasson
www.instagram.com/sigmarmatthiasson
www.sigmarmatthiasson.bandcamp.com
www.facebook.com/sigmarmatthiasson
www.instagram.com/sigmarmatthiasson
Miðaverð kr 2500