Lang út / Far out XVIII
24. October, 2025
Á þessum tónleikum sameinast þeir Andres Hourdakis á gítar, Kobe Gregoir á trommur og Freysteinn Gíslason á kontrabassa í skapandi ferðalagi þar sem þeir túlka tónlist hvers annars á einstakan hátt. Á efnisskránni má einnig finna valin verk úr smiðju bandarískra tónskálda.
Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir þrír tónlistarmenn stíga saman á svið sem tríó – og lofar það eftirminnilegri tónlistar reynslu.
Andres Hourdakis er sænsk/grískur gítarleikari og einn af fremstu nútíma gítarleikurum Svíþjóðar um þessar mundir. Hann hefur gefið út fjölda platna sem hafa hlotið frábæra dóma og hefur leikið með stór meisturum á borð við Magnus Öström og Lars Danielsson.
Kobe Gregoir er belgískur trommuleikari og einn af efnilegustu ungu jazz trommuleikari Belgíu. Hann hefur unnið með mörgum af fremstu jazz tónlistarmönnum landsins og er hratt að hasla sér völl á alþjóðavettvangi.
Freysteinn Gíslason er íslenskur kontrabassaleikari sem starfar hér á landi. Hann heldur úti vikulegum jazzkvöldum á Telebar, hefur gefið út þrjár plötur undir eigin nafni og leikið með mörgum af helstu jazz tónlistarmönnum Íslands.
MIðaverð kr 2500,- Miðar seldir við inngang í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð