Landvörður / Jessica Auer, Sýningaropnun / opening

Sláturhúsið Egilsstöðum

28. January, 2023

Laugardaginn 28. janúar opnar ljósmyndasýningin Landvörður eftir ljósmyndarann Jessicu Auer á efri hæð Sláturhússins.
Verkið Landvörður fjallar um sameiginlega ábyrgð okkar allra á náttúrunni. Það sýnir okkur bæði hvernig við snertum landið og hvernig við leyfum því að snerta okkur, hreyfa við okkur. Verkið Landvörður fjallar þó ekki aðeins um þau sem vernda landið og þau sem nýta landið heldur líka um landið sjálft og lífshætti okkar á jörðinni, hvernig allt tengist og flæðir saman. Við erum óteljandi eindir sem eiga sér ótal snertifleti, erum öll hluti af heild.
Jessica Auer hefur verið búsett bæði á Íslandi og í Kanada um árabil. Hún er á heimavelli á Íslandi en á einnig auðvelt með að setja sig í spor ferðamannsins sem kemur til Íslands í leit að nýrri upplifun. Jessica hefur frá árinu 2016 ferðast víða um land til að festa slóð ferðamannsins á filmu. Um leið hefur hún myndað þau sem standa vörð um landið, landverði í náttúru Íslands.
Sýningarstjóri er Sigrún Alba Sigurðardóttir
Samhliða sýningunni í Sláturhúsinu verður Jessica með sýningu á Skaftfell Bistró á Seyðisfirði.
//
Jessica Auer has lived in Iceland and Canada for many years. She feels at home in Iceland but also follows in the same footsteps of the tourist who comes to Iceland in search of a new experience. Since 2016, Jessica has travelled around the country to document the tourist’s trail, as well as take photos of those who guard the land, rangers in Icelandic nature. Her work Landvörður deals with our joint responsibility for nature. It shows us how to touch the land and how we allow it to touch us, to move us. However, the work does not solely revolve around those who protect the land or use it, but it is also about the land itself and how we live on it, how everything is connected and flows together. We are particles that are connected in countless ways, we are all part of one whole.
Curator is Sigrún Alba Sigurðardóttir
The exhibition coincides with Jessica Auer’s installation at Skaftfell Bistró in Seyðisfjörður.