Landsbyggðarráðstefna FKA
4. May, 2024
Landsbyggðarráðstefna Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) verður haldin á Hallormsstað á laugardag. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Ég er vörumerki“ og munu konur úr austfirsku atvinnulífi verða með framsögur.
Ráðstefnan verður frá klukkan 13-17 á laugardaginn 4.maí. Þær sem fram koma eru:
Heiða Ingimarsdóttir, fomaður FKA Austurland, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála og ráðgjafi hjá KOM – Á eigin fótum
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og safnstjóri – Sanngildi
Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel – Að halda áfram?
Elín Káradóttir, eigandi Byr fasteignasölu – Sterkasta vopnið
Berglind Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Adventura – Hver er þessi ég?
Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi og varaformaður Bændasamtaka Íslands – Af hverju þú?
Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA flytur lokaorð.