Kyrrðarstund á Minjasafninu

14. April, 2025 - 15. April, 2025

Minjasafn Austurlands, í samvinnu við Øystein Gjerde, býður upp á kyrrðarstund á safninu 14. og 15. apríl frá 16:30 – 17:10. Nauðsynlegt að skrá sig til þáttöku með því að senda tölvupóst á minjasafn@minjasafn.is.
Dymbilvikan er kjörin til að hægja á hjartslættinum, hlusta eftir því sem innra býr og finna þann fjársjóð sem við öll og umhverfi okkar búum yfir. Øystein mun nýta hljóm hluta og röddina til að draga fram orku hvers og eins.
Öll, börn og fullorðnir, velkomin.