Kynslóð eftir kynslóð: Spjall um nægjusemi
12. November, 2024

Vissir þú að nægjusemi er nauðsynlegt skref í loftslagsbaráttunni og í átt að sjálfbærri þróun? En hvað þýðir nægjusemi í dag? Hvernig líta ólíkar kynslóðir á nægjusemi? Getur nægjusemi stuðlað að aukinni hamingju?



Það eru þau Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði, Guðrún Schmidt hjá Landvernd, og Glúmur Björnsson, jarðfræðingur sem munu ræða þessar hugleiðingar á kynslóðaspjallinu. Áheyrendur býðst síðan að taka virkan þátt í spjallinu með spurningum og eigin skoðunum og upplifunum.

Tökum virkan þátt í að endurstilla neyslumenningu okkar, náttúrunni og okkur til bóta. Við hlökkum til að sjá sem flest! 

