Kynslóð eftir kynslóð: Spjall um nægjusemi

12. November, 2024

📍 Þriðjudagskvöldið 12. nóvember standa Landvernd og Grænfáninn, í samstarfi við Tehúsið, fyrir kynslóðaspjalli í Tehúsinu á Egilsstöðum, frá kl. 20-21. Þar ræða fulltrúar þriggja kynslóða um nægjusemi og ýmsar hugleiðingar tengdar henni.
Vissir þú að nægjusemi er nauðsynlegt skref í loftslagsbaráttunni og í átt að sjálfbærri þróun? En hvað þýðir nægjusemi í dag? Hvernig líta ólíkar kynslóðir á nægjusemi? Getur nægjusemi stuðlað að aukinni hamingju? 🌍 🌱
Það eru þau Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði, Guðrún Schmidt hjá Landvernd, og Glúmur Björnsson, jarðfræðingur sem munu ræða þessar hugleiðingar á kynslóðaspjallinu. Áheyrendur býðst síðan að taka virkan þátt í spjallinu með spurningum og eigin skoðunum og upplifunum.
🌿 Viðburðurinn er hluti af hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnis undir heitinu Nægjusamur nóvember. Markmiðið er að upphefja nægjusemi sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áhersla á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.
Tökum virkan þátt í að endurstilla neyslumenningu okkar, náttúrunni og okkur til bóta. Við hlökkum til að sjá sem flest! 💚
👉 Nánari upplýsingar um átakið má finna hér: https://landvernd.is/naegjusamur-november-2024/