Kvöldganga á Halaklett

7. July, 2020

Kvöldganga á Halaklett með Göngufélagi Suðurfjarða. Halaklettur er ysti tindurinn í norðanverðum Fáskrúðsfirði með frábært útsýni til allra átta. Lagt verður af stað kl. 21:00 og gengið verður frá svæði rétt utan við Kolfreyjustað, út hjallana og þaðan upp. 

Frekari upplýsingar gefur Eyþór í s. 865-2327