KONUR/WOMAN
26. June, 2024 - 1. September, 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga sem nú standa yfir í þremur söfnin í Múlaþingi. Þar gefst gestum kostur á að kynna sér ólíka þræði austfirskrar kvennasögu, allt frá landnámi og fram á 20. öld.
Söfnin sem um ræðir eru Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði, Héraðsskjalsafn Austfirðinga á Egilsstöðum og Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum.
Á sýningu Tækniminjasafnsins, sem er í útigallerýi safnsins við Lónsleiru, er dregin upp mynd af störfum kvenna á Seyðisfirði um aldamótin 1900 með áherslu á reynsluheim þeirra og framlag til atvinnulífsins.
Á Héraðsskjalasafni Austfirðinga er sögð saga Margrétar Sigfúsdóttur, 20. aldar verkakonu, kennara og skálds í Fljótsdal. Sýningin er á neðstu hæð Safnahússins á Egilsstöðum.
Síðast en ekki síst er sjónum beint að landnámskonunni á sýningu Minjasafns Austurlands. Sú sýning er sett upp í samstarfi við Antikva, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi og Þjóðminjasafn Íslands og þar eru m.a. til sýnis forngripir sem fundist hafa í Firði í Seyðisfirði á undanförnum árum og gripir frá Fjallkonunni svokölluðu sem fannst á Vestdalsheiði árið 2004. Gripirnir hafa aldrei áður verið sýndir á opinberlega og hér er því um stóran viðburð að ræða.
Hönnun allra sýninganna var í höndum Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur og Ingvi Örn Þorsteinsson sá um grafíska hönnun.
Sýningarnar eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Austurlands, samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls og Múlaþingi.