Konudagur á Skriðuklaustri

Skriðuklaustur

19. February, 2023

19.febrúar klukkan 14:00

Keltar á Íslandi – Þorvaldur Friðriksson

Þorvaldur Friðriksson fjallar um áhrif Kelta á íslenska tungu og menningu. Konudagskaffi að fyrirlestri loknum.

Þorvaldur gaf út fyrir jólin áhugaverða bók þar sem hann fjallar um Keltnesk áhrif í Íslenskri menningu sem birtist meðal annars í örnefnum og tungumáli. Bókin vakti mikla athygli og í henni er boðið upp á nýja sýn á Íslandssöguna. Nú mætir hann á Skriðuklaustur til að fjalla um Kelta á Íslandi.

Frítt er á viðburðinn meðan húsrúm leyfir. Erindið er á Íslensku

Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins.

Erindið verður í streymi á youtuberás Skriðuklausturs – https://www.youtube.com/live/gcDrOFPs_jI?feature=share

Klausturkaffi verður með veglegt konudagskaffi að fyrirlestri loknum