Komin til að vera, nóttin

20. March, 2021

Kammertónleikar laugardaginn 20. mars 2021 kl. 15:00-16:00.
Mela hópurinn flytur metnaðarfulla efnisskrá á tónleikum á Skriðuklaustri. Á þeim verður frumflutt nýtt verk eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson við ljóð Ingunnar Snædal, sem var sérstaklega samið fyrir hópinn. Einnig verða frumfluttar útsetningar eftir Svan Vilbergsson af völdum sönglögum Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn.

Klausturkaffi verður með sitt margrómaða kaffihlaðborð eftir tónleikana.

Mela hópinn skipa að þessu sinni:
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran
Berglind Halldórsdóttir klarinett
Gillian Hawort óbó
Hildur Þórðardóttir þverflauta
Sóley Þrastardóttir þverflauta
Svanur Vilbergsson gítar

Efnisskrá:
Tryggvi M. Baldvinsson og Þórarinn Eldjárn
– Hvar ertu?
– Fingurbjörg
– Grýla og Leppalúði

Frumflutningur á útsetningum Svans Vilbergssonar fyrir sópran og gítar

Alberto Ginastera
Duo for Flute and Oboe, op. 13

Celso Machado
Pacoca
Quebra queixo

Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Ingunni Snædal
Komin til að vera, nóttin
Frumflutningur verksins

Mela listamannafélag er félag listafólks frá Austurlandi. Í stjórninni sitja Berta Dröfn Ómarsdóttir, Svanur Vilbergsson og Sóley Þrastardóttir. Tilgangur félagsins er að efla starfsvettvang fyrir fagmenntað listafólk á Austurlandi og að styrkja tengslanet milli ólíkra listamanna að austan. Félagið setti upp óperuna The Raven’s Kiss eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson í Herðubreið 2019.