Kolefnisspor Austurlands kynnt

11. June, 2024

Sjáumst vonandi sem flest í Fróðleiksmolanum, húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði. Þriðjudaginn 11. júní frá kl. 11:30-13:00. Boðið verður uppá léttar veitingar og eru öll velkomin!
Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, mun kynna úttekt á umhverfisspori Austurlands sem fyrirtækið hefur unnið að beiðni Eyglóar í samstarfi við Austurbrú. Environice, er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar, sem hefur unnið svipaðar úttektir fyrir aðra landshluta á Íslandi sem hafa viljað stíga skref í átt að markvissri kolefnisjöfnun.
Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi og markmiðið með úttektinni á kolefnisspori landshlutans er að hún nýtist við val verkefna á Austurlandi bæði í forgangsröðun og sem mælikvarða á árangri í átt að markmiðum Íslands í loftslagsmálum.
Kolefnisspor Austurlands byggist á greiningu helstu orsakavalda kolefnislosunar í landshlutanum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Á grunni niðurstaðnanna eru greindir möguleikar á annars vegar samdrætti í losun kolefnis og hins vegar á mótvægisaðgerðum sem mögulegt væri að grípa til á Austurlandi.