Klippimyndasmiðja fyrir börn og unglinga
Bókasafn Héraðsbúa
27. April, 2022
Bókasafn Héraðsbúa
Miðvikudagur 27. apríl kl. 16 – 18
Miðvikudagur 27. apríl kl. 16 – 18
Listamaðurinn Marc Alexander leiðbeinir börnum hvernig gera má skemmtilegar og flottar klippimyndir. Nóg til af efnivið á staðnum en velkomið að koma með sitt eigið efni, tímarit og annað til að nota í klippimyndirnar og gott að koma með skæri til að klippa.
Við hvetjum foreldra til að taka þátt með börnunum en allir aldurshópar eru velkomnir. Það kostar ekkert að taka þátt og nóg að mæta á staðinn.
Marc Alexander er sjálflærður listamaður sem sérhæfir sig í myndlist og margmiðlun, m.a. stuttmyndagerð og gerð klippimynda. Bakgrunnur hans kann að koma einhverjum á óvart en Marc vann við fjármál og bókhald áður en hann vatt sínu kvæði í kross og sneri sér alfarið að listinni þegar hann byrjaði að sýna verk sín víða um Boston, þar sem hann á rætur sínar að rekja.
Marc sækir innblástur í reynslubanka sinn sem og atburði líðandi stundar og oft á tíðum einkennast verk hans af orðaleikjum sem gjarnan eru settir fram til að ögra áhorfandanum. Hann blandar saman texta og mynd, sem leiðir oft í ljós dökka og kaldhæðna ádeilu á mannkynið. Marc býr og starfar að list sinni á Fáskrúðsfirði.
Nánari upplýsingar hjá [email protected]