Klifurhátíð á Seyðisfirði
12. July, 2024 - 14. July, 2024
Við bjóðum öllum klifrurum landsins á sannkallaða klifurhátíð á Seyðisfirði í júlí 2024 þar sem við fögnum nýjustu klifursvæðum landsins!
Eftir mikla (en skemmtilega) vinnu hefur hver klifurleiðin sprottið upp af annari og verða þær, ef allt gengur að óskum, um 50 talsins sumarið 2024! Austurland er klifurparadís!
Því er ekki seinna vænna að drífa sig af stað og beint á Seyðisfjörð í sólina og fjörið.
Eftir mikla (en skemmtilega) vinnu hefur hver klifurleiðin sprottið upp af annari og verða þær, ef allt gengur að óskum, um 50 talsins sumarið 2024! Austurland er klifurparadís!
Því er ekki seinna vænna að drífa sig af stað og beint á Seyðisfjörð í sólina og fjörið.
Við fengum frábæran styrk frá Uppbyggingarsjóð Austurlands sem gerði þessa stórtæku uppbyggingu að veruleika, ásamt veglegum stuðningi boltasjóðs. Þessi helgi verður því vonandi einskonar uppskeruhátíð þar sem klifursamfélagið á Íslandi kemur saman á nýjum stað og klifrar af sér allt skinn.
Formlega hefst hátíðin á föstudagseftirmiðdegi, klifrarar streyma niður Fjarðarheiðina og safnast saman á tjaldsvæðinu, en þar er allt eins og best verður á kosið – eldhús, salerni og sturtur. Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins!
Á föstudagskvöldinu förum við svo saman saunu í Sjóbaðsstofunni SAMAN og stingum okkur til sunds í sjónum. Þar verður kvöldvaka, brenna og huggulegheit.
Svo er bara að klifra! Svæðin eru tvö, sitt hvoru megin í firðinum. Til gamans verður keppni þar sem sá klifrari sem klifrar flestar leiðir í sem fæstum tilraunum yfir helgina hlýtur vegleg verðlaun að launum.
Nánari upplýsingar koma síðar en búast má við góðri dagskrá, frábærum félagsskap, morgunsnúðum, óvæntum uppákomum og almennri gleði, enda hefur Seyðisfjörður upp á ótalmargt að bjóða.
Takið helgina frá!
—> Vikuna 7-12 júlí er ætlunin að setja upp leiðir og eru öll áhugasöm sérlega velkomin og hvött til að mæta og taka þátt í uppsetningu.
—> Ef veður verður vont höfum við helgina 26-28 júlí til vara.