KK á Tónaflugi í Beituskúrnum

Neskaupstaður

29. June, 2023

Stígum ölduna á einlægri og náinni kvöldstund með KK.
Fimmtudagskvöldið 29. júní og föstudagskvöldið 30. júní mætir KK á Tónaflug í Neskaupstað og spilar öll sín bestu lög og segir tengdar sögur í hinum einstaka Beituskúr.
Hvar man ekki eftir lögum eins og Vegbúin, hafðu engar áhyggjur, Lucky one, Kærleikur og tími, Þjóðvegur 66 og Bein leið?
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra KK í mikilli nánd.
Forsala miða hefst föstudaginn 26. maí og athugið að það er takmarkað magn miða í boði.
Miðaverð 5.500 kr.
Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Beituskúrsins/Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar