KATRÍN HALLDÓRA KEMUR HEIM

Egilsbúð

3. September, 2022

Katrín Halldóra kemur loksins heim til að halda tónleika fyrir Austfirðinga dagana 3. og 4. september!
Með Katrínu Halldóru spilar Hjörtur Ingvi Jóhannsson á píanó.
Á efnisskránni verða vinsæl dægurlög héðan og þaðan og ætti enginn láta þennan viðburð framhjá sér fara en hér er á ferðinni viðburður sem margir hafa beðið lengi eftir!
Katrín Halldóra hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín í leikhúsi en þar má nefna fjölmargar Grímutilnefningar og hlaut hún Grímuna 2017 sem söngvari ársins fyrir Ellý.
Tónleikarnir eru haldnir í Eglisbúð og eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Beituskúrsins/Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Athugið að það eru tvennir tónleikar í boði í Egilsbúð – klukkan 16 og 20.
Forsala miða er á Tix.is