Jurtatínsla á Jónsmessu hjá Íslenska Stríðsárasafninu

24. June, 2025

English below]
Galdra- og lækningajurtir týndar á Jónsmessu eru taldar vera sérlega kraftmiklar, þökk sé endalausri dagsbirtunni hér í norðrinu. Í ár verður skipulögð jurtatínsluferð þar sem gestir geta fengið leiðsögn í að þekkja helstu lækningajurtir í nánasta umhverfi sínu.
Alda Villiljós (hán) hefur tínt, þurrkað og unnið með íslenskum jurtum seinustu ár og Regn Evu (hán) hefur unnið náið með landinu og huliðsvættum þess. Þau eru í rannsóknardvöl hjá Menningarstofu Fjarðarbyggðar í sumar.
Þátttakendur mega koma með pappírspoka eða hreint koddaver (úr náttúrulegum efnum) til að tína í. Endilega fylgist með viðburðinum ef við þurfum að færa hann einn dag til eða frá vegna veðurs 🌤
🌿🌿🌿
Magical and healing herbs are generally considered especially powerful around the summer solstice thanks to the constant daylight here in the North. This year we’re organising a group foraging trip on Jónsmessa where you can get guidance on which plants to look for, how to forage safely and how to work with the plants growing all around you.
Alda Villiljós (they/them) has been foraging and working with local plants for a number of years and Regn Evu (they/them) has been working closely with the land and land spirits. They are both artists in residence with Menningarstofa this summer.
Participants can bring their own paper bag or clean pillow case (made from natural materials) to gather herbs into. Please keep an eye on this event as we may have to move it a day to or fro according to weather forecast