Íþróttavika Múlaþings

23. September, 2024 - 30. September, 2024

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23.-30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Í samstarfi við ÍSÍ tekur Múlaþing þátt.

Dagskráin er enn í mótun en meðal viðburða er prjónaganga Bókasafns Héraðsbúa og Nálarhússins, hlaupaæfing með Austur, kynning á lyftingarnámskeiði í Austur, gönguferðir, frisbígolf og opnar æfingar hjá íþróttafélögum fyrir áhugasama iðkendur, meðal annars í blaki, knattspyrnu og borðtennis. Þá mun vera opinn fyrirlestur á Teams um Betri svefn, frítt í rækt og sund laugardaginn 28. september og margt fleira.

Íbúar eru hvattir til þess að kíkja á dagskránna og taka þátt í viðburðum sem í boði verða.
Frekari upplýsingar veitir Dagný Erla, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála á [email protected].