Innsævi: ÓM hljóðinnsetning

17. July, 2024 - 18. July, 2024

Katla Heimisdóttir og Haukur Ingólfsson eru bæði uppalin í Neskaupstað en eru nú nemar í tónsmíði við Listaháskóla Íslands. Þau setja upp hljóðinnsetninguna „ÓM“. Verkið verður sýnt í Tónspil í Neskaupstað og verður opið 17. og 18. júlí frá kl. 15:00 til 18:00.
Þau munu taka upp rými í Norðfirði, eins og Norðfjarðarkirkju, Oddskarðsgöng og Páskahelli með því markmiði að kynna fólk fyrir rýmum sem það hefur jafnvel þekkt alla sína ævi í nýju ljósi. Með þessu verkefni vilja Katla og Haukur einnig sýna þau öflugu tól og tækni sem tónlistarsköpun hefur upp á að bjóða í dag.
—————————————————————————
Katla Heimisdóttir and Haukur Ingólfsson both grew up in Neskaupstaður, but are now students at the Iceland University of Arts. They will set up the sound installation „ÓM“. Their work will be shown in Tónspil, Neskaupstaður and will be open on July 17th and 18th from 15:00 to 18:00.
They will record spaces in Norðfjörður, such as Norðfjörður Church, Oddskarðs-tunnel and Easter Cave, with the aim of introducing people to spaces they have known all their lives in a new light.