Innsævi: MILLI FJALLANNA ljósmyndasýning

27. June, 2024 - 7. July, 2024

Sýningin MILLI FJALLANNA samanstendur af ljósmyndum og textum úr samnefndri bók sem kom út árið 2022. Efni bókarinnar hafði mallað í langan tíma en Dagbjört kom ung inn á heimili tengdaforeldra sinna á Skorrastað í Norðfirði sem var rótgróið sveitaheimili og dvaldi þar í lengri og skemmri tíma á hverju ári. Andinn sem lá þar í loftinu var henni ekki alveg ókunnur því afar hennar og ömmur bjuggu í sveit og var hún oft þar sem barn og unglingur. Þarna fann hún einhvern samhljóm sem má kalla íslensku sveitina.
Markmið Dagbjartar var að skrásetja þessar tilfinningar, minningar og tíðaranda á einhvern varanlegan hátt og til þess að gera þessu einhver skil greip hún oft í myndavélina, þangað til að úr varð þetta verk. Á opnun sýningarinnar mun hljómsveitin Völusteinar koma fram og spila nokkur lög.
Sýningin verður í Gallerí Þórsmörk og opnun er kl. 17:00 þann 27. júní en sýningin verður opin á virkum dögum frá 14:00 til 17:00 þar til 7. júlí. Opnunartími um helgar er auglýstur sérstaklega á Facebooksíðu Innsævis.