Innsævi: Magma Gítardúó

6. July, 2024

Tónskáldið Frederic Chopin sagði „Ekkert hljómar fegurra en gítar, nema ef vera skyldi tveir gítarar.“
Á þessum tónleikum munu klassísku gítarleikararnir Óskar Magnússon og Svanur Vilbergsson leiða tónleikagesti í gegnum rjómann af gítartónlist Suður-Ameríku sem saminn hefur verið fyrir tvo gítara. Hrynfastir dansar, seiðandi tangóar og angurværar laglínur koma saman til að skapa einstaka stemningu. Ekki skemmir heldur fyrir að á efnisskránni verður einn hreinræktaður íslenskur tangó úr smiðju Ara Hálfdánar Aðalgeirssonar sem sérstaklega var saminn fyrir þetta gítardúó.
Óskar og Svanur hafa starfað saman um árabil og hafa getið sér gott orð sem bæði einleikarar og kammerspilarar heima og að heiman.
Tónleikarnir verða í Tónspil, Neskaupstað og hefjast kl. 20:00. Það kostar 2500 kr. inn á tónleika á Innsævi.
—————————————————————————
Composer Frederic Chopin said „Nothing sounds more beautiful than a guitar, unless there are two guitars.“
At this concert, classical guitarists Óskar Magnússon and Svanur Vilbergsson will lead concertgoers through South American guitar music composed for two guitars. Crazy dances, sultry tangos and funky melodies come together to create a unique atmosphere. .
The concert will be in Tónspil, Neskaupstaður and will start at 20:00. It costs ISK 2500. to a concert in Innsævi